Lausnir fyrir tölvukæla
Tölvubúnaður er mjög viðkvæmur fyrir of miklum hita en viða hefur búnaði verið komið fyrir þar sem ekki er nægjanleg kæling. Rétt kæling tryggir:
- Lengri líftíma búnaðar
- Minnkar líkur á hruni
- Meiri afköst
Íshúsið ehf hefur staðið mjög framarlega í lausnum fyrir tölvukæla, en fyrirtækið hefur nú þegar selt lausnir til hundruð fyrirtækja á Íslandi. Tölvukælarnir eru allt frá því að vera minnstu og ódýrustu loftkælar og upp í mjög flókin kerfi.
Leitaðu upplýsinga hjá sölumanni í síma 566 6000.
Færanlegir kælar
Íshúsið býður upp á nokkrar gerðir af færanlegum loftkælitækjum, bæði mismundandi að stærð, afköstum og valmöguleikum svo sem með eða án fjarstýringar, með sjálfvirkri uppgufun á þéttivatni eða með mismunandi útfærslum á vatnsbakkanum.
Kynntu þér frekar þessi tæki með því að smella hér (færanlegir loftkælar) eða með hringja í s: 566 6000
Hefðbundnir tölvukælar
Þessi gerð er mjög algeng í meðalstórum og upp í stór rými. Þetta eru afkasta miklir kælar, kerfin eru útbúin þannig að inni eru kælar (eimar) og tengdir við útikerfi sem er annað hvort loftkælt eða vatnskælt. Kynntu þér frekar þessi tæki með því að smella hér (Loftkæling) eða með hringja í s: 566 6000
Vatnskælar
Í boði eru fjölmargar mismunandi vatnskældar lausnir. Bein tengdir kælar eru tengdir beint við vatn, þessir kælar henta best þar sem engin hætta á að vatn skemmi tæki komi til leki, vatn í vatn eru kælar sem nýta sér vatn en með því að nota kælivél sem millilið er hægt að lágmarka vatn sem er inni í rýminu (nokkrir lítrar myndu leka), og loft í vatn, og að lokum loft í freon, sem er algengasta lausnin þar sem freon er notað og því ekkert vatn í rýminu sem á að kæla.
Undirgólfkæling
Frost undirgólf kæling
Undirgólf kæling eru kælar fyrir rými þar sem gólf hefur verið hækkað upp, kælarnir blása þá köldu lofti upp í gegnum rekkana. Þessir kælar geta verið gríðarlega öflugir og henta í allar stærðir af tölvurýmum. Fyrir rými sem þar sem ekki er hægt að gera falskt gólf geta þeir líka staðið í rýminu og blásið köldu lofti beint inn í rýmið.