Kristján G. Gíslason stofnaði fyrirtækið árið 1941. Kristján fæddist í Edinborg í Skotlandi 5.3. 1909 en ólst upp í Reykjavík. Hann var sonur Garðars Gíslasonar stórkaupmanns í Reykjavík, og f.k.h., Þóru Sigfúsdóttur húsfreyju. Að loknu stúdentsprófi stundaði Kristján nám í verslunarháskóla í Berlín. Hann hóf störf í fyrirtæki föður síns í Reykjavík 1930 en árið 1941 stofnaði hann eigið fyrirtæki, Kristján G. Gíslason hf., og starfaði við það síðan. Hann var formaður Félags íslenskra stórkaupmanna og sat í stjórnum ýmissa félaga, m.a. Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Kristján sat einnig í samninganefndum um utanríkisviðskipti, m.a. við Vestur-Þýskaland og Tékkóslóvakíu. Kristján starfaði sem formaður ráðsins til ársins 1968.

Fyrirtækið var lengst af til húsa á Hverfisgötu 4-6. Versunin hefur flutt inn flest milli himins og jarðar, t.d. tölur og hnappa, vélar og raforkuver, björgunarbáta og fiskiskip. Lengi vel var fatnaður aðal vörutegundin.

Fyrirtækið var í eigu sömu fjölskyldunnar þangað til núverandi eigendur eignuðust það árið 2019.