Almennt
Verslunin er rekin af Kristján G. Gíslason ehf (KGG)– kt. 700169-6429 VSK-númer: 10220. Kaupandi er sá aðili sem er skráður greiðandi af vöru. KGG áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Veittar eru upplýsingar um vöru eftir bestu vitund hverju sinni. Allar birtingar á upplýsingum eru með fyrirvara um prent-og innsláttavillur í texta , verði og myndum. Pöntun er bindandi þegar hún er staðfest. Vara keypt er eign KGG uns fullnaðargreiðsla hefur borist.

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar með póstinum, vöruflutningamiðstöðum eða kaupandi nær í vöruna í verslun KGG. Flutnings- og póstburðargjöld eru greidd af kaupanda hjá flutningsaðila nema að annað sé tekið fram. Varan er afgreidd af lager innan 2 virkra daga sé hún til á lager. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar flutningsaðila.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Til að skila vöru þarf kaupandi að koma með vöru verslun eða senda á sinn kostnað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent flutningsaðila eða viðtakanda ef pöntun er sótt í verslun. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Eingöngu er endurgreitt til kaupanda, inn á sama greiðslukort eða með millifærslu. Ef endurgreiðsla er með millifærslu í banka er það kaupanda að gefa upp reikningsupplýsingar í banka, millifærsla ekki átt sér stað nema að því uppfyltu. Framkvæmd endurgreiðslu getur tekið allt að 14 daga. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá KGG til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Verð
Verð getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í Verslunun KGG ekki alltaf í vefverslun.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. Verð eru annars án vsk. nema að annað sé sérstaklega fram.

Ábyrgð
Allar almennar vörur eru seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Ábyrgð er tekin á galla í vöru miðað við eðlilega notkun hennar ásamt varahlutum og vinnu. Afhenda skal vöru á verkstæði KGG ehf, Skemmuvegi 6, 200 Kópavogi. Takmörkun á ábyrgð: Ábyrgð fellur úr gildi: 1. Ef aðrir en starfsmenn KGG ehf hafa reynt að gera við vöruna án leyfis KGG. 2. Ef varan hefur verið tengd við ranga spennu eða straumtengi. 3. Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð eða rofin 4. Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna KGG eða skemmst í flutningum 5. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður. Ábyrgð er ekki tekin á: 1. Eðlilegu sliti vörunnar 2. Slithlutum svo sem reimum, olíu, etz. 3. Gögnum eða hugbúnaði á hörðum diskum tölva og þarf eigandi að bera kostnað af færslu á þeim á milli diska. 4. Afleiddu tjóni vegna bilunar vöru.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar vara hefur verið afhent flutningsaðila eða móttekin í verslun.

KGG ehf mun ávallt reyna að leysa mál á sem einfaldastan hátt og í samstarfið við kaupanda. Ef ekki næst sátt er hægt að bera mál undir kærunefnd vöru-og þjónustukaupa hjá Neytendastofu. Lokaúrræði væri að mál væri rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Upplýsingar um seljanda

Kristján G. Gíslason ehf
Heimilisfang: Skemmuvegi 6, 200 Kópavogi
Símanúmer: 5520-000
Netfang: kgg@kgg.is
Kennitala: kt. 700169-6429
Virðisaukaskattsnúmer: 10220

Síðast uppfært: 8.4.2022